Þann 17. nóvember síðastliðinn skrifaði alþingismaður á vegum Sjálfstæðisflokksins pistil á Vísi til höfuðs barnanna okkar margra hverra í þessu þjóðfélagi sem sjaldnar og sjaldnar gefur ástæðu til þess að kalla okkur SAMfélag.
Pistilinn ber þann ósmekklega titil, „Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum”, eins miður og það er þá hvet ég fólk til þess að lesa þann pistil og velta fyrir sér hverslags orðræða á sér stað í þeim pistli af því að èg tel hagsmuni barna ekki liggja þar að grunni, kannski einhverra barna en alls ekki allra.
Ég hef takmarkaða burði til þess að vera málefnaleg þegar ég snögg reiðist en reyndi eftir bestu getu þrátt fyrir að ákveða að gefa mér ekkert svigrúm til þess að anda mig inní ásýnd efri stéttanna og koma rétt fyrir til þess að eiga möguleika til að vera metin til marktækrar hlustunar forréttindafólks á ýmsum sviðum!
Jón, Jón, Jón…
Þú veist að öll börn fæðast ekki jöfn þegar kemur að námsgetu samt virðist orðræðan gera ráð fyrir slíku.
Það er óraunhæf krafa á börn að troða þeim inní ákjósanleg tekjuviðmið í framtíðinni og stéttir þar af leiðandi, það er reyndar að mínu mati ljót taktík í atkvæðaveiðum að nota þau með þeim hætti.
Hver eru hlutföllin í dag á öllum vinnumarkaðnum ? Hversu mörg störf krefjast menntunar vs. störf sem þurfa bara duglegar hendur og góða heilsu (andlega og líkamlega) til að halda grunninum af þjóðfélaginu uppi svo menntun sè möguleg þeim sem líkleg eru til þess að nýtast sem menntaðir einstaklingar í framtíðinni ?
Þessi óeðlilega pressa á börn og ungmenni, oft langt umfram getu þeirra og hæfni margra hverra er að brjóta niður sálarlíf þeirra, hræðsla foreldra við þá framtíðarsýn að börnin þeirra nái ekki ásættanlegum “árangri” í námi svo þau komist af í framtíðinni er heimatilbúinn vandi samfélags sem hefur sett ofur áherslu á tekjutengda stéttaskiptingu eftir menntunarstigi einstaklinga!
Er eitthvað eðlilegt við þetta orðið í dag ? Samfélagið okkar miðar að því orðið að framleiða brotna einstaklinga inní hagkerfi sem er þeim svo óvinveitt og óhagstætt þegar kemur að lífsskilyrðum að tilgangur lífsins hlýtur að vefjast fyrir fleirum en mér, eða hvað ?
Hvernig geturðu fengið þig til þess að stunda svona áróður gegn m.a börnunum mínum og börnunum sem þú veist vel að fá ekki viðeigandi nám vegna tregðu valdhafa hægra megin í pólitík til þess að fjármagna sérstaklega fagfólk inní menntakerfið sem sár þörf er á svo þau allavega geti sinnt börnum þeirra sem búa ekki við frávik sem aldrei eru ávörpuð í þínum/ykkar málflutning fyrir launatékka sem dugir þeim ekki til framfærslu í framtíðinni!
Við þurfum almennt ekkert að hafa áhyggjur af námsgetu og árangri barna sem búa við þau forréttindi að geta lært eftir núverandi kassalaga kröfum ykkar og þau eru í meirihluta ekki satt ?
Þið eruð að setja öll börn í þetta pissukeppnispróf OECD og nota það gegn heildinni, hvað er að ykkur ?
Af hverju gerið þið þetta ?
Mér er fyrirmunað að skilja mótívur þessa málflutnings ef hagsmunir heildarinnar er viðmiðið en þið eruð ekkert að hugsa um börnin mín, börn innflytjenda og börn ómenntaðra lágtekjuhópa þar sem afleggjar okkar eru ólíklegastir til þess að rata inní bergmálshellana sem þið komið flest úr sem stundið að nota börnin okkar sem VOPN í atkvæðaveiðum!
Þið eruð forréttindafólk !
Áttið ykkur à því, verið þakklát fyrir baklandið ykkar og getuna og hæfnina sem ykkur var úthlutað við fæðingu og hafið vit til að nota þessi forréttindi til gagns ! Öllum til gagns !
Að öðru leiti, eigðu góðan dag Jón og ég meina það.
Höfundur er með grunnskólapróf, allavega á pappírum. BS gráðu í „BS detection” og Master í „Fagurfræði kaldhæðnislegra hagnýtra eiginleika til sjálfbærni” og stundar stöðugt nám við Skóla lífsins, framför er alltaf markmiðið.



