Málgagnið er sósíalískur miðill og málgagn Sósíalistaflokks Íslands.
Málgagnið er gagnrýnin rödd fyrir hagsmuni almennings gegn sérhagsmunum auðvaldsins. Róttæk samfélagsumræða sem veitir andsvar við einhliða áróðursveitum markaðsaflanna.
Það eru margar leiðir færar til að leggja þessu verkefni lið. Hægt er að gerast áskrifandi og frjáls framlög eru vel þegin.
Allur fjárhagslegur stuðningur verður notaður í uppbyggingu miðilsins svo sem kaup á upptökubúnaði og dreifingu á efni, en miðillinn er alfarið rekinn í sjálfboðaliðastarfi.
Skráið tölvupóstfangið og símanúmer til að fá fréttabréf sent til ykkar sjálfkrafa með tölvupósti en stilla má hversu oft það berst. Það er mikilvægt til að Málgagnið þurfi ekki alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla erlendu tæknirisanna.
Mest um vert þó er að lesa, hlusta, horfa, deila og njóta.
Við gerum þetta best saman.
Kveðja,
Ritstjórn Málgagnsins
Ritstjórn
Ritstjórn Málgagnsins hvetur allt félagsfólk til að skrifa greinar og senda inn efni en ritstjórn áskilur sér rétt til að yfirfara greinar og velja hvað sé birtingarhæft í samræmi við stefnu og gildi Málgagnsins og Sósíalistaflokksins.
Ritstjórn var mynduð útfrá Fjölmiðlaráði Sósíalistaflokks Íslands og hana skipa Jón Ferdínand Estherarson, Andri Sigurðsson, Karl Héðinn Kristjánsson, Halldór Ólafsson og Guðröður Atli Jónsson.
Ábendingar, spurningar og greinar sendist á mal@malgagnid.is
Styrktarreikningur
Kennitala flokksins: 560914-0240
Reikningsnúmer: 0133-15-012192
Sósíalistaflokkur Íslands,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.